Improv Ísland

Subscribe
Archives
February 14, 2024

200. sýningin, félagsgjöld og Spunasamfélagið.

200. sýning Improv Ísland

Improv Ísland hefur sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum síðan 2015 og nú er komið að 200. sýningunni. Af því tilefni stígum við upp úr Kjallaranum og höldum yfir götuna í Kassann þar sem boðið verður upp á stútfulla skemmtidagskrá. Miðasala er í fullum gangi á tix.is

Félagsgjöld

Kæru félagar í Improv Ísland. Nú er komið að innheimtu félagsgjalda fyrir árið 2024. Gjaldið er ákvarðað á aðalfundi ár hvert og er að þessu sinni 3.500 kr. Við biðjum ykkur um að leggja inn á reikning félagsins: kt. 600315-0800 reikn. 0133-26-010639 fyrir 1. mars. Eftir það munum við senda greiðsluseðla í heimabanka.

Félagsfólk þarf að hafa farið á að minnsta kosti eitt námskeið í spuna til að teljast gildur meðlimur. Þau sem vilja ganga í eða úr félaginu geta gert það með því að senda tölvupóst á improvisland@improvisland.is.

Félagar í Improv Ísland fá forgang í skráningar á námskeið, afslátt á sýningar og frítt á improv jöm.

Spunasamfélagið

Spunasamfélagið er samfélagshópur á Facebook fyrir öll sem hafa lokið grunnnámskeiðum í Long form spuna. Hér getum við spjallað um formið, myndað spunahópa og leitað almennra ráða. Endilega gangið í hópinn:
https://www.facebook.com/groups/1102628110914612

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.