Aðalfundur Improv Ísland og fleira skemmtilegt

Aðalfundur Improv Ísland
Aðalfundur Improv Ísland 2023 fer fram mánudaginn 20. nóvember kl 20:00 í dómshúsinu á bak við þjóðleikhúsið.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning til stjórnarsetu
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál
Félagsmenn geta lagt fram tillögur að málum sem bera skal upp á aðalfundi en þær þurfa að berast stjórn með sannarlegum hætti a.m.k. tveimur vikum fyrir fundinn svo hægt sé að kynna þær félagsmönnum. Einnig þurfa lagabreytingar að berast stjórn með sannanlegum hætti minnst tveimur vikum fyrir aðalfund (t.d. með tölvupósti).
Framboð til stjórnar skulu berast a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund. Frestur til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu, leggja mál fyrir fundin eða lagabreytingar er því 6. Nóvember og skulu erindi berast á stjornimprov@gmail.com
Allir félagar Improv Íslands sem teljast virkir félagar hafa rétt á fundarsetu, hafa atkvæðarétt á aðalfundi og geta boðið sig fram í stjórn. Þeir sem hafa greitt árgjaldið í Improv Ísland teljast virkir félagar. Athugið að á aðalfundi verður nafnalisti yfir þá félaga sem hafa greitt árgjaldið og aðeins þeir sem hafa gert það fá að sitja fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Improv Ísland.
Skráning nýrra félaga
Áhugasöm sem lokið hafa einu eða fleirum námskeiðum í spuna hjá Improv Ísland eða Improv skólanum geta skráð sig í félagið Improv Ísland. Félagar eru með atkvæðarétt á aðalfundi félagsins, fá afslátt af miðaverði við hurð á sýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og frítt á Improv jöm.
Árgjald félagsins er 3.500 kr.
Fyrir skráningu, sendið kennitölu og netfang á improvisland@improvisland.is
Næstu námskeið
Enn eru nokkur pláss laus á næstu námskeið:

Spuni 201 - Leikurinn
Byrjar 24. október!
Á þessu námskeiði er einblínt á hvernig er best að vinna með grínhugmynd í senu. Aðferðir til að láta senur þróast og ganga upp eru í brennidepli. Unnið er út frá hugtakinu um „leikinn“ (e. The game) og hvernig við getum fundið öryggi í honum. Athugið að nauðsynlegt er að hafa lokið 1 spunanámskeiði til þess að skrá sig.
Tímabil: 24. október - 12. desember
Þriðjudagar 19:00-22:00
8 skipti
38.000 kr
Kennari: Hákon Örn Helgason
Fyrir skráningu, sendið kennitölu og netfang á improvisland@improvisland.is.
Námskeiðið fer fram á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi er í húsinu.

Improv 101 - Introduction to Improv - námskeið á ensku
Byrjar 26 október!
In the class we explore the basics of improv, key concepts, character creation and scene structure. The basic principles of improv are covered in a fun and constructive way. The philosophy is explained, but it is useful not only in the field of acting, but in all creative work as well as in life itself. Improv challenges us, teaches us to be in the present and to stop judging ourselves so harshly. It's just supposed to be fun.
Time period: 26 October - 14 December
Thursdays 19:00-22:00
8 session
38.000 kr (Unions often downpay the class)
Teacher: Pálmi Freyr Hauksson
To sign up send an email to improvisland@improvisland.is with name and kennitala (if you have one).
The class is taught in Dansverkstæðið, Hjarðarhagi 47, 107 Reykjavík. It is wheelchair accessible and has plenty of parking spaces. Busses number 11 and 15 stop right outside.