Framundan hjá Improv Ísland
Halló Improv Ísland unnendur!
Haustið fer virkilega vel af stað og hefur verið uppselt á hverja einustu sýningu hjá okkur.
HAPPY HOUR SÝNINGAR
Til að koma til móts við þessa eftirspurn höfum við því bætt við nýjunginni “Happy hour sýning”. Happy hour sýningar hefjast kl.18 og eru bara klukkutími. Þær eru hugsaðar fyrir fólk sem vill kíkja í einn drykk og á spunasýningu áður en það skellir sér svo út að borða eða í partý.
Fyrsta Happy hour sýningin verður næstkomandi föstudag, 4.nóvember. Í tilefni af Iceland Airwaves verður sýningin á ensku og sérstakir gestir verða Reykjavíkurdætur sem ætla að segja sögu frá tónleikaferðalagi.
Endilega bendið enskumælandi vinum ykkar á þetta því það er ekki oft sem við sýnum á ensku og lítið af sýningum yfirhöfuð í leikhúsunum fyrir fólk sem talar ekki íslensku.
Miðasala fer fram hér.
VILTU GERAST MEÐLIMUR Í IMPROV ÍSLAND
Við erum að uppfæra félagatalið okkar um þessar mundir. Það er hægt að skrá sig sem félagsmann Improv Ísland og stuðla þannig að uppbyggingu spunasamfélagsins.
Allir sem hafa klárað eitt spunanámskeið hjá Improv Ísland eða Improv skólanum geta verið félagsmenn. Félagsgjöld eru 3500 kr á ári. Félagsmenn fá forskráningarrétt á námskeið, frítt á Improv Jöm og atkvæðisrétt á aðalfundi Improv Ísland.
Til að skrá sig sem félagsmaður sendið póst á improvisland@improvisland.is með kennitölu og rukkun fyrir félagsgjöldum verður send í heimabanka.
IMPROV JAM OG TILRAUNAKVÖLD
Annað Tilraunakvöld vetrarins verður þriðjudaginn 15.nóvember kl.20. Þar stíga nýjustu spunaleikarar Improv Ísland á stokk og gera tilraunir. Það verður íslenskt þema að þessu sinni í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem er daginn eftir. Miðasalan er farin af stað hér.
Fyrsta Improv Jam vetrarins verður svo haldið þriðjudaginn 6.desember á Röntgen. Improv Jöm eru vettvangur fyrir hvern sem er til að spinna uppi á sviði með spunaleikurum Improv Ísland. Fólk setur nafnið sitt í hatt og svo er dregið í lið sem sýna saman. Fullkominn staður fyrir nýliða til að prófa sig áfram. Það kostar 1800 kr inn en frítt fyrir félagsmenn Improv Ísland.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Bestu kveðjur,