Improv Ísland

Subscribe
Archives
March 17, 2024

Fullt framundan hjá Improv Ísland! Tilraunakvöld, Jam og námskeið.

Tilraunakvöld á þriðjudaginn !

Næsta tilraunakvöld fer fram þann 19. mars.
Þema kvöldins er ÓSKARINN

Allt getur gerst á Tilraunakvöldum þar sem nýjustu spunaleikarar Improv Ísland stíga á svið og framkvæmdar eru tilraunir með form spunans.

Miðar kosta einungis 1.500 kr. tryggið ykkur miða á tix.is og leikhusid.is

___________________________________

Nýtt námskeið - Spuni 201 - Leikurinn

Þriðjudagar og fimmtudagar kl 19:00-22:00

8 skipti

Fyrsti tími: Þriðjudagurinn 26. mars

Verð: 42.000 kr (athugið að stéttarfélög taka oft þátt í kostnaði)

Ath. vegna frídags 28. mars er lokatími námskeiðsins þriðjudaginn 23. apríl.

Á þessu námskeiði er einblínt á hvernig er best að vinna með grínhugmynd í senu. Aðferðir til að láta senur þróast og ganga upp eru í brennidepli. Unnið er út frá hugtakinu um „leikinn“ (e. The game) og hvernig við getum fundið öryggi í honum.

Kennt á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi, nóg af bílastæðum og strætó nr. 11 og 15 stoppa fyrir utan.Skráning með því að senda tölvupóst á improvisland@improvisland.is

________________________________

IMPROV JAM

Fyrsta Improv Jam vetursins er miðvikudaginn 27. mars í Þjóðleikhúskjallaranum.

Á Improv Jam-i getur hver sem er sett nafnið sitt í hatt en svo er dregið í lið sem sýna 10 mínútna spuna. Frábær leið fyrir nýliða til að spinna meira og til að koma sér betur inn í improv samfélagið.

Jam-ið hefst kl 22:00. ATH það er frídagur daginn eftir.

Ókeypis er fyrir félagsmenn Improv Ísland og nóg að mæta í hurð. Miðasala fyrir þau sem eru ekki í félaginu er á tix.is
___________________________________

Félagsgjöld

Rukkun fyrir félagsgjöldum hefur verið send á skráða meðlimi félagasamtakanna Improv Ísland. Félagsgjaldið er 3.500 kr. Þau sem vilja skrá sig í eða úr félaginu geta sent póst á improvisland@improvisland.is til að breyta skráningunni.

Meðlimir í Improv Ísland fá miða á almennar sýningar á 2.000 kr. við hurð, frítt á Improv Jam, hafa kosningarétt á aðalfundi, fá forgang í skráningu á námskeið o.fl.

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.