Improv Ísland

Subscribe
Archives
September 28, 2023

Betri miðakjör fyrir meðlimi Improv, leit að framkvæmdastjóra og ný námskeið

Kæru Improv unnendur!

Haustið hefur farið vel af stað og sýningar og námskeið verið stútfull!

Við viljum byrja á að nefna að nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið upp við miðakaup á sýningar fyrir meðlimi Improv Íslands. Allir meðlimir í Improv Ísland sem borguðu félagsgjöld á árinu fá miða í hurð á allar sýningar á 2000 kr. Listi með nöfnum meðlima verður alltaf í hurðinni og þurfið þið bara að segja til nafns til að geta fengið miðann á þessum góða afslætti.

Improv Ísland leitar að nýjum framkvæmdastjóra

Improv Ísland leitar nú að öflugum og drífandi framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins ásamt því að koma að afar fjölbreyttum verkefnum félagsins sem unninn eru í nánu samstarfi við listrænan stjórnanda og stjórn félagsins.

Sérstaklega er leitað að aðila sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hefur góða skipulags- og samskiptahæfileika og reynslu af markaðsmálum.

Rétt er að taka fram að ekki er um fullt starf að ræða sem unnið er í verktöku. Improv Ísland er spunaleikhópur sem er með sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum öll miðvikudagskvöld ásamt því að bjóða upp á námskeið í spunatækni. Listrænn stjórnandi er Hákon Örn Helgason. Umsóknir (ferilskrá og stutt kynningabréf) skulu berast á stjornimprov@gmail.com. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hákon Örn Listrænan stjórnanda hr.helgason@gmail.com eða Sindra Kamban, Formann stjórnar sindrirafn@gmail.com. Vakin er athygli á skömmum umsóknafrest en umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 8. október næstkomandi. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.

Námskeið
Næstu námskeið hefjast í október. Hákon Örn Helgason mun kenna Spuna 201 og Pálmi Freyr Hauksson mun kenna byrjendanámskeið á ensku, Improv 101. Skráning er í fullum gangi og hægt að nálgast frekari upplýsingar hér.

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.