Betri miðakjör fyrir meðlimi Improv, leit að framkvæmdastjóra og ný námskeið
Kæru Improv unnendur!
Haustið hefur farið vel af stað og sýningar og námskeið verið stútfull!
Við viljum byrja á að nefna að nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið upp við miðakaup á sýningar fyrir meðlimi Improv Íslands. Allir meðlimir í Improv Ísland sem borguðu félagsgjöld á árinu fá miða í hurð á allar sýningar á 2000 kr. Listi með nöfnum meðlima verður alltaf í hurðinni og þurfið þið bara að segja til nafns til að geta fengið miðann á þessum góða afslætti.
Improv Ísland leitar að nýjum framkvæmdastjóra
Improv Ísland leitar nú að öflugum og drífandi framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins ásamt því að koma að afar fjölbreyttum verkefnum félagsins sem unninn eru í nánu samstarfi við listrænan stjórnanda og stjórn félagsins.
Sérstaklega er leitað að aðila sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hefur góða skipulags- og samskiptahæfileika og reynslu af markaðsmálum.
Rétt er að taka fram að ekki er um fullt starf að ræða sem unnið er í verktöku. Improv Ísland er spunaleikhópur sem er með sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum öll miðvikudagskvöld ásamt því að bjóða upp á námskeið í spunatækni. Listrænn stjórnandi er Hákon Örn Helgason. Umsóknir (ferilskrá og stutt kynningabréf) skulu berast á stjornimprov@gmail.com. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hákon Örn Listrænan stjórnanda hr.helgason@gmail.com eða Sindra Kamban, Formann stjórnar sindrirafn@gmail.com. Vakin er athygli á skömmum umsóknafrest en umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 8. október næstkomandi. Æskilegt er að geta hafið störf sem fyrst.
Námskeið
Næstu námskeið hefjast í október. Hákon Örn Helgason mun kenna Spuna 201 og Pálmi Freyr Hauksson mun kenna byrjendanámskeið á ensku, Improv 101. Skráning er í fullum gangi og hægt að nálgast frekari upplýsingar hér.
