Improv Ísland

Subscribe
Archives
July 17, 2023

Haustprufur Improv Ísland 2023

Haustprufur Improv Ísland 2023

Kæru félagar Improv Ísland,

Skráning í haustprufur fyrir sýninga- og æfingahóp Improv Ísland sunnudaginn 13. ágúst 2023 er hafin.

Öll sem lokið hafa Spuna 301, H3 eða sambærilegu námskeiði og eru meðlimir í félagasamtökum Improv Ísland geta sótt um.

Sýningahópur samanstendur af spunaleikurum sem sýna fyrir Improv Ísland öll miðvikudagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Þeim gefst einnig tækifæri á að taka þátt í einkagiggum með Improv Ísland, kenna hópefli og kenna í spunaskóla Improv Ísland.

Æfingahópur samanstendur af spunaleikurum sem æfa einu sinni í viku með þjálfara úr sýningahóp og skipuleggja og sýna á Tilraunakvöldum Improv Ísland sem haldin eru einu sinni í mánuði.

Athugið að ætlast er til að þau sem komast inn í sýninga- eða æfingahóp Improv Ísland fari í myndatöku fyrir næsta leikár 16. eða 17. ágúst n.k. og sýni á Spunamaraþoni í Þjóðleikhúskjallaranum frá 15:00 - 22:30 á Menningarnótt, 19. ágúst.

Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 7. ágúst.

Skráning: https://forms.gle/u4BXiHy4MLdNqDsU8

Ef það eru einhverjar spurningar er hægt að senda póst á improvisland@improvisland.is

ATH. EF ÞÚ KEMST ALLS EKKI Í PRUFURNAR 13. ÁGÚST VERÐA FORFALLAPRUFUR EFTIR KL. 17 MIÐVIKUDAGINN 16. ÁGÚST.


SPUNI 401: Undirbúningur fyrir prufur

Námskeið fyrir alla sem hafa klárað Spuna 301, H3 eða sambærilegt námskeið erlendis og stefna á að fara í prufur Improv Ísland.

Kennari: Ylfa Ösp Áskelsdóttir

Námskeiðið er 4 skipti:

Þriðjudag 1. ágúst

Miðvikudag 2. ágúst

Þriðjudag 8. ágúst

Miðvikudag 9. ágúst

Kennt er kl. 19-22

Verð: 22.000 kr

Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47 107 Rvk

„Spuni 401: Undirbúningur fyrir prufur“ er fjögurra skipta námskeið þar sem einblínt er á undirbúning fyrir inntökuprufur fyrir sýninga- og æfingahóp Improv Ísland. Organískar senur og grunnreglur spunans verða í forgrunni (hlustun, að vera sammála, ákvarðanataka og að finna og spila "game"-ið). Kennari mun einnig veita hverjum og einum nemanda upplýsandi og hjálplega gagnrýni.

Skráning með því að senda kennitölu á improvisland@improvisland.is


Kær kveðja,

Improv Ísland

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.