Improv Ísland

Subscribe
Archives
August 10, 2024

Hausttíðindi Improv Ísland: Prufur, námskeið og Menningarnótt.

Ný námskeið komin í sölu

Fjöldi spennandi námskeiða er kominn í sölu á vef félagsins. Þar er að finna nýjungar eins og helgarnámskeið í Spuna 101, Tvö ný 401 námskeið: La Ronde og Undirbúning fyrir prufur. Auk þeirra eru grunn námskeiðin Spuni 101, 201 og 301 á dagskrá sem og Söngleikjaspuni 101. Öll ættu því að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Fleiri námskeið munu bætast við þegar líður á veturinn.

Hér má sjá dagskrá haustsins.

____________________________________________

Haustprufur Improv Ísland 2024

Nýtt og spennandi fyrirkomulag verður á sýningum Improv Ísland í haust og af því tilefni eru tvær gerðir af prufum í boði:

Einstaklingsprufur (31. ágúst)

  • Einstaklingsprufur eru fyrir þau sem vilja komast inn í Haraldslið eða Húslið Improv Ísland.

  • Einstaklingsprufur verða með sama fyrirkomulagi og prufur síðastliðin ár.

Liðaprufur (27. og 28. ágúst)

  • Liðaprufur eru fyrir lið sem vilja verða eitt af Liðum Improv Ísland.

  • Liðaprufur eru í formi sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum; Prufukvöld Improv Ísland, þar sem lið spinna frammi fyrir áhorfendum.

Skráning er hafin og henni lýkur á miðnætti fimmtudaginn 22. ágúst.

Allar nánari upplýsingar og skráningu í prufur má finna á www.improvisland.is/prufur.

____________________________________________

Improv Ísland á Stóra sviðinu á Menningarnótt

Menningarnótt í Reykjavík fer fram laugardaginn 24. ágúst. Að þessu sinni færir hið sívinsæla Spunamaraþon Improv Ísland sig úr kjallaranum og yfir á Stóra svið Þjóðleikhússins. Við erum mjög spennt fyrir þessarri breytingu og hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.