Improv í ágúst: námskeið, prufur, menningarnótt og aðalfundur!
Kæru vinir Improv Ísland!
Gleðilegt sumar! Nú í ágúst snýr Improv Ísland aftur eftir gott sumarfrí.
Prufur fyrir æfinga- og sýningahóp verða einhvern tímann á bilinu 12. - 16. ágúst (NÁNARI DAGSETNING KEMUR SÍÐAR) og við hvetjum alla sem hafa lokið H3 eða sambærilegu námskeiði erlendis eindregið til þess að sækja um þegar opnar fyrir skráningar seinna í sumar.
Í þeim efnum langar okkur að benda áhugasömum á undirbúningsnámskeið fyrir prufur sem verður í byrjun ágúst. Upplýsingar um skráningu á námskeiðið má finna hér að neðan.
Aðalfundur félagsmanna Improv Ísland verður síðan haldinn mánudaginn 14. ágúst en nánari upplýsingar um hann koma síðar.
Fyrsti viðburður haustsins er auðvitað spunamaraþonið á Menningarnótt, sem verður á sínum stað í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 19. ágúst frá kl. 15 - 22:30. Í aðdraganda menningarnætur verður auglýst eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í utanumhaldi - svo áhugasamir mega endilega hafa augun opin á Haraldsgrúppunni.
Reglulegt sýningahald hefst svo í september í Þjóðleikhúskjallaranum.
Njótið sumarsins.
SPUNI 401: Undirbúningur fyrir prufur
Námskeið fyrir alla sem hafa klárað Spuna 301, H3 eða sambærilegt námskeið erlendis og stefna á að fara í prufur Improv Ísland 12. ágúst, 2023.
Kennari: Ylfa Ösp Áskelsdóttir
Námskeiðið er 4 skipti:
-Þriðjudag 1. ágúst
-Miðvikudag 2. ágúst
-Þriðjudag 8. ágúst
-Miðvikudag 9. ágúst
Kennt er kl. 19-22
Verð: 22.000 kr
Staðsetning: Dansverkstæðið, Hjarðarhaga 47 107 Rvk
„Spuni 401: Undirbúningur fyrir prufur“ er fjögurra skipta námskeið þar sem einblínt er á undirbúning fyrir inntökuprufur fyrir sýninga- og æfingahóp Improv Ísland. Organískar senur og grunnreglur spunans verða í forgrunni (hlustun, að vera sammála, ákvarðanataka og að finna og spila "game"-ið). Kennari mun einnig veita hverjum og einum nemanda upplýsandi og hjálplega gagnrýni.
Skráning með því að senda kennitölu á improvisland@improvisland.is
Kær kveðja,