Improv JAM, fleiri námskeið og nýtt húsnæði,
Improv JAM
Fimmtudaginn 30. janúar verður fyrsta spunaJAM ársins. Jammað verður í nýja húsnæðinu í Austurstræti 5, (frekari upplýsingar neðar í póstinum).
JAM virkar þannig að öll geta sett nafnið sitt í hattinn, svo er dregið í hópa sem spinna saman 15 mínútna sett. Öll sem tekið hafa námskeið í spuna eru velkomin. Það er mjög góð og styðjandi stemning á spuna JÖMUM og það má líka koma og horfa.
Aðgangur er 1.500 kr við hurð, frítt fyrir meðlimi Improv Ísland. Þau sem vilja skrá sig í félagið geta gert það með því að senda póst á improvisland@improvisland.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Fleiri námskeið í sölu
Við höfum nú sett í sölu ný spunanámskeið. Í febrúar hefjast öll þrjú grunnnámskeið Haraldsins. Rebekka Magnúsdóttir kennir 101 á sunnudögum frá 9. febrúar, Inga Steinunn Henningsdóttir kennir 201 á laugardögum frá 8. febrúar og Steiney Skúladóttir kennir 301 á sunnudögum frá 9. febrúar. Frekari upplýsingar um námskeið má finna hér.
Nýtt húsnæði
Improv Ísland hefur tekið á leigu skrifstofu fyrir starfsemi sína í Austurstræti 5 á 4. hæð. Þar hefur listrænn stjórnandi og stjórn aðgang að vinnuaðstöðu. Húsnæðinu fylgir einnig stór salur og fundaherbergi sem við deilum með nágrönnum okkar. Við erum mjög spennt fyrir því að félagið eigi nú heimili sem rúmar stóran hluta starfsemi þess og býður upp á fjölbreyta starfsemi.
Ágætis aðgengi er að og í rýminu nú þegar en fara þarf upp með lyftu sem þarf að opna handvirkt. Auka inngangur Hafnarstrætismegin verður opnaður von bráðar og þar verður nýrri lyfta sett inn. Hurðargat inn í salinn er 90 cm og hentar því stólum sem eru mjórri en það.