Loka sýning ársins, nýtt námskeið og ný stjórn
Lokasýning til styrktar UNICEF

Við gerum upp árið á sérstakri sýningu tileinkaðri neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn á Gaza fimmtudaginn 28. desember kl 19:00 í Þjóðleikhúskjallaranum.
Meðal gesta á sýningunni er BRÍET.
Í október síðastliðnum héldum við sambærilega söfnunarsýningu fyrir neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn á Gaza. Þjóðleikhúsið og starfsfólk þess tók þátt í söfnuninni með okkur og gaf vinnuframlag og barsölu á kvöldinu. Alls söfnuðust rúmar 744 þúsund krónur og þökkum við öllum þeim sem komu að sýningunni kærlega fyrir stuðninginn.
Við hvetjum öll til að kíkja í Kjallarann á fimmtudaginn til styrktar góðu málefni á fimmtudaginn næstkomandi.
Nýtt námskeið í sölu

Spuni 101 - Grunnnurinn
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19-22 í 8 skipti. Fyrsti tími er þriðjudaginn 16. janúar
Kennari: Steiney Skúladóttir
Forsölu verð til áramóta: 38.000 kr (athugið að stéttafélög taka oft þátt í kostnaði)
Skráning með því að senda fullt nafn og kennitölu á improvisland@improvisland.is
Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt, karaktersköpun og uppbyggingu senu. Hugmyndafræðin er útskýrð en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu. Spuninn ögrar okkur og kennir okkur að vera í núinu.
Kennt á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi, nóg af bílastæðum og strætó nr. 11 og 15 stoppa fyrir utan.
Ný stjórn
Ný stjórn Improv Ísland hefur tekið til starfa. Stjórnina skipa í stafrófsröð:
Ásta Rún Ingvadóttir, Guðmundur Felixson, Inga Steinunn Henningsdóttir, Sindri Rafn Þrastarson og Vigdís Hafliðadóttir
Varamenn eru: Stefán Gunnlaugur Jónsson og Steinar Júlíusson.
Ný stjórn vill þakka fyrri sjórn fyrir þeirra störf og hlakkar til samstarfs við meðlimi Improv Ísland á árinu.