Nýtt 101 námskeið og lokasýning
Kæru Improv unnendur!
Glænýtt 101 námskeið byrjar 6. júní og mun Vigdís Hafliðadóttir kenna. Í Spuna 101 er farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt. Hugmyndafræðin er útskýrð en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu. Spuninn ögrar okkur, kennir okkur að vera í núinu og að hætta að dæma okkur svona hart. Það á bara að vera gaman. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu eru hér.
Síðasta sýning vetrarins er svo í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum. Það má búast við mjög fjörugri sýningu þar sem við ætlum m.a. að vera með svokallað Cage Match þar sem við skiptum okkur í tvö lið og keppum okkar á milli í longform spuna fyrir hlé. Áhorfendur velja svo sinn uppáhaldsspuna og sigurliðið flytur söngleik eftir hlé. Guðmundur Emil verður gestur á sýningunni og það eru örfáir miðar eftir sem hægt er að nálgast hér.