Improv Ísland

Subscribe
Archives
December 17, 2022

Nýtt námskeið í sölu

Halló elsku Improv Ísland unnendur!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nýtt Spuni 101 námskeið fer í sölu á morgun. Eins og við lofuðum þá hefur póstlistinn forskráningarrétt og getiði sent okkur póst strax ef þið viljið tryggja ykkur pláss.

Spuni 101 - Grunnurinn Hefst 15.janúar 2023 Sunnudagar kl.16-19 8 skipti 38.000 kr Kennari: Guðmundur Felixson Námskeiðið fer fram á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi er í húsinu. Fyrir skráningu, sendið kennitölu og netfang á improvisland@improvisland.is.

Við viljum líka vekja athygli á gjafabréfunum okkar sem eru (að okkar mati) hin fullkomna jólagjöf. Umhverfisvæn, eftirminnileg og mjög skemmtileg jólagjöf. Hægt er að nálgast gjafabréfin í miðasölu Þjóðleikhússins.

Það er uppselt á síðustu jólasýninguna okkar þannig spunaunnendur sem eiga ekki miða þá þurfa bara að bíða þolinmóð þangað til að við byrjum aftur 18.janúar.

Jólakveðjur, Improv Ísland

Heimasíða: https://www.improvisland.is/

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.