Nýtt Spuni 101 námskeið í sölu
Halló elsku Improv Ísland unnendur!
Það fylltist hratt á Spuni 101 námskeiðið sem fór í sölu í vikunni og höfum við því ákveðið að bæta öðru við og getið þið tryggt ykkur pláss strax!
Spuni 101 - Grunnurinn
Hefst 22.janúar 2023
Sunnudagar kl.13-16. 8 skipti.
Verð: 38.000 kr
Kennari: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Námskeiðið fer fram á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi er í húsinu. Til að skrá ykkur sendiði kennitölu og netfang á improvisland@improvisland.is.
Við minnum svo á gjafabréfin okkar sem eru umhverfisvæn, eftirminnileg og mjög skemmtileg jólagjöf sem hentar öllum. Þið nálgist gjafabréfin í miðasölu Þjóðleikhússins.
Jólakveðjur, Improv Ísland
Heimasíða: https://www.improvisland.is/
Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland: