Söngleikjaspuni
Hæhæ,
Okkur langaði að vekja athygli á nýju námskeiði sem er komið í sölu.
Söngleikur - Gummi Fel:
Nemendur læra að spinna glænýjan söngleik. Farið verður yfir grundvallaratriði í spunatextagerð og hreyfingum og öllu því sem þarf til að gera hinn fullkomna spunasöngleik. Nauðsynlegt er að hafa lokið Spuni 101 eða sambærilegu námskeiði
Engin þörf er á fyrri þekkingu á tónlist eða söng. Aðeins leikgleði og vilja til að prufa eitthvað nýtt!
Kennari Guðmundur Felixson
Undirleikari Egill Andrason
Miðvikudagar frá 19:00-22:00
Sex skipti
4. júní - 9. júlí
Námskeiðið er kennt á Austurstræti 5
Ekki hika við að hafa samband ef þið eruð með einhverjar vangaveltur!
Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland: