Spennandi dagskrá í desember
Fjölbreyttar sýningar framundan:
Á morgun þriðjudag er þriðja Haraldskvöld vetrarins þar sem Haraldslið Improv Íslads koma fram ásamt góðum gestum.
Tækifærum til að sjá Improv Ísland á sviði árið 2024 fækkar ört. Við eigum þrjár miðvikudagssýningar eftir í Kjallaranum í desember. Gestur okkar næsta miðvikudag er Hugleikur Dagsson. Menntaskólanemum býðst afsláttur af miðaverði á almennar sýningar til áramóta með því að nota kóðann mennta2024 við lok greiðsluferilisins á tix.is.
Námskeið
Fyrstu námskeið vorsins eru nú komin í sölu. Við hefjum árið með helgarnámskeiði í 101, bjóðum upp á hefbundið 101 námskeið á þriðjudögum, kennum spuna 201 á laugardögum í febrúar og mars og helgum mánudaga í janúar og febrúar spuna 301. Frábær jólagjöf fyrir ástvini eða jafnvel bara ykkur sjálf.
Jólavinir
Miðasala á Jólavini Improv Ísland er hafin. Það er loksins komið að sýningunni sem öll hafa beðið eftir. Jólavinir þar sem öll uppáhalds jólalögin eru búin til á staðnum og flutt einu sinni og svo aldrei meir. Ekki missa af Jólavinum í Þjóðleikhúskjallaranum þann 21. desember kl 21:00
Takið frá 12. desember.
Við stefnum á að halda fyrst JAM vetrarins þann 12. desember. Viðburðurinn verður auglýstur síðar í Spunasamfélaginu.
Gjafakort
Við minnum á gjafakort Improv Ísland sem hægt er að kaupa í miðasölu Þjóðleikhússins. Gjafakort á námskeið koma í sölu á improvisland.is síðar í vikunni.