Spuna haustið hefst með hvelli
Gestakennari - Casey Feigh
Við fáum góðan gest þegar Casey Feigh heimsækir okkur 10.-15. október. Í mars síðastliðnum fór hluti Sýningahóps til LA. og heillaðist af hæfileikum Casey á sviði. Hann er fær spunaleikari sem sýnir reglulega í UCB leikhúsinu.
Hann heldur utan um sínar eigin sýningar sem heita Holy Shit Improv. Meðal reglulegra gestaleikara hópsins eru Suzi Barrett, Will Hines, Darcy C'Arden, Bobby Moyniahan, Paul F. Thompkins, Jason Mantzoukas, Betsy Sodaro, Jacob Wysocki, Carl Tart o.fl.
Casey mun halda námskeið fyrir öll sem hafa lokið a.m.k. einu grunnnámskeiði í spuna. Í boði eru fimm ólík námskeið sem miða að því að dýpka þekkingu þátttakenda. Hér má sjá lista yfir námskeiðin. ATH að veittur er 15% afsláttur ef öll námskeiðin eru bókuð í einu.
Partýsýning á ensku
Við skellum í partýsýningu á ensku föstudaginn 11. okt. kl 22:00 í tilefni þess að Casey Feigh er á landinu. Þar mun Casey koma fram með spunaleikurum Improv Íslands. Við hvetjum allt spunaáhugafólk að nýta þetta frábæra tækifæri til að sjá spunaleikara á heimsmælikvarða í Kjallaranum. Miða má nálgast hér.
Nýtt miðasölufyrirkomulag
Það hefur verið stefna Improv Ísland frá stofnun að veita afþreyingu fyrir sem stærstan hóp á viðráðanlegu verði. Í vetur gerum við tilraun til þess að koma til móts við ólíka hópa fólks með því að bjóða fólki með hærri greiðslugetu að styrkja við listir og menningu með því að greiða hærra miðaverð og fólki með lægri greiðslugetu að greiða lægra miðaverð fyrir sína miða. Almennt verð stendur í stað og er áfram 3.500 kr. Athugið að takmarkað magn dýrari og ódýrari miða er í boði á hverja sýningu.
Aðalfundur á næstunni
Það styttist í aðalfund Improv Ísland. Þau sem vilja sitja fundinn og hafa ekki enn greitt árgjald geta gert það með því að millifæra á reikning félagsins: kt. 600815-0800 banki:0133-26-010639. Fundarboð verður sent á meðlimi félagsins og birt á Spunasamfélaginu á næstu dögum.
Nýjung - Haraldskvöld
Eitt þriðjudagskvöld í mánuði er Haraldskvöld, þá eiga nýliðar Improv Ísland sviðið og sýna spunaformið Haraldinn. Fyrsta Haraldskvöldið fór fram síðastliðinn þriðjudag við glimrandi undirtektir. Kvöldin eru einnig opin spunaliðum úr kröftugu spunasamfélagi Íslands.
Spunasamfélagið
Við minnum þau sem vilja fylgjast með starfseminni að gerast meðlimir Spunasamfélagsins á Facebook.
Okkur hlakkar til að spinna með ykkur inn í veturinn!
Improv Ísland