Spuni 201 og Spuni 301 hefst í maí
Hæhæ,
Okkur langaði að vekja athygli á tveimur nýjum námskeiðum sem eru kominn í sölu.
Spuni 201 - Gunnlöð Jóna:
Á þessu námskeiði er einblínt á hvernig er best að vinna með grínhugmynd í senu. Aðferðir til að láta senur þróast og ganga upp eru í brennidepli. Unnið er út frá hugtakinu um „Leikinn“ (e. The game) og hvernig við getum fundið öryggi í honum. Opna spunaformið „Follow the fun“ til að kanna hvernig við getum fært sömu grínhugmyndina milli ólíkra sena.
Nauðsynlegt er að hafa lokið Spuni 101 eða sambærilegu námskeiði.
Námskeiðið hefst 12. maí og stendur yfir 8 vikur
Mánudagar klukkan 19:00-22:00
Spuni 301 - Inga Steinunn:
Kafað er djúpt og vel í regluverk spunaformsins Haraldurinn. Haraldurinn er af mörgum talið erfiðasta form spunans þannig ef að þú ert klár á honum þá geturðu allt. Nemendum er færð meiri ábyrgð á þessu námskeiði þar sem nú er komið að því að halda uppi heilli sýningu.
Nauðsynlegt er að hafa lokið Spuni 201 eða sambærilegu námskeiði.
Námskeiðið hefst 6. maí og stendur yfir 4 vikur
Þriðjudagar og fimmtudagar frá 19:00-22:00
Ekki hika við að hafa samband ef þið eruð með einhverjar vangaveltur!