Vinnustofur um helgina og námskeið að byrja í næstu viku
Kæru Improv unnendur!
Spuni 101 á ensku og Spuni 201 fara af stað í næstu viku. Örfá pláss eru laus á bæði námskeið og er hægt að nálgast allar frekari upplýsingar hér.

Vinnustofur með Björk Guðmundsdóttur
Björk Guðmundsdóttir, leikkona og meðlimur í Improv Ísland, er nýkomin frá Vermont og LA þar sem hún lærði af Kevin McDonald, einum af höfundi Kids in the Hall, Shannon O’Neil,l sem var skólastjóri UCB til margra ára, Sebastian Conelli sem er algjör spunasnillingur og hefur sýnt með einu besta spunaliði Bandaríkjana, RaaaatScraps og James Mastraieni sem er einn besti Improv kennari sem Björk hefur numið hjá.
Björk ætlar að vera með fjórar mismunandi vinnustofur næstu helgi 21. og 22. október í Dansverkstæðinu milli 12:00 og 19:00 þar sem hún miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Hver vinnustofa er 3 klukkustundur, tvær á laugardag og tvær á sunnudag. Hægt er að skrá sig bæði á annan daginn og báða.
Verð fyrir 1 dag (laugardag eða sunnudag): 11.000 kr.
Verð fyrir báða daga: 19.000 kr.
Fyrir skráningu, sendið kennitölu og netfang á improvisland@improvisland.is og takið fram hvort þið viljið skrá ykkur á báða eða bara annan daginn.

Nánar um vinnustofurnar:
Laugardagur 21. Október
12:00 - 15:00
Vertu lúserinn! Það er fyndnast!
Langar þig að verða snillingur í að leika lúserinn? Langar þig að verða betri í að taka á móti tilboðum og segja já og á frumlegan hátt?
Á „Vertu lúserinn!“ lærir þú nýjar æfingar sem hjálpa þér að taka á móti “neikvæðum tilboðum” og leika lúserinn í staðin fyrir að fara í vörn. Lúserinn er eitt það skemmtilegasta og fyndnasta sem hægt er að leika ef þú ert með réttu verkfærin.
Nauðsynlegt er að hafa lokið Improv 101 eða Haraldinum 1
15:00 - 16:00
Hlé
16:00 - 19:00
Brjóttu upp spunamynstrið - Organic as fuck
Langar þig að fara út fyrir kassann og koma þér á óvart? Finnst þér þú vera fastur í sama mynstri? Langar þig að prófa nýjar æfingar sem opna fyrir ævintýralega möguleika í spunanum? Langar þig að gera eitthvað meira en að draga fram tvo stóla og sitja á kaffihúsi, atvinnuviðtali, eða deiti?
Komdu á “Brjóttu upp mynstrið” og þú munt ganga út með nýja sýn á það hvernig er hægt að fara út fyrir kassann, hvernig er hægt að vinna saman að því að prófa eitthvað nýtt og spennandi. Fókus á organic-spuna, láta líkamann leiða og koma þér á óvart, nýjar æfingar sem expanda þig sem spunaleikara
Nauðsynlegt er að hafa lokið Improv 101 námskeiði eða Haraldinum 1
Sunnudagur 22. Október
12:00 - 15:00
Frá spuna í skets: Sketsanámskeið
Langar þig að læra að skrifa skets út frá spuna? Finnst þér gaman að spinna en þig kítlar við að læra að skrifa sketsa en veist ekki hvernig þú átt að byrja?
Nauðsynlegt er að hafa lokið Improv 201 námskeiði eða Haraldinum 2
15:00-16:00
Hlé
16:00 - 19:00
Premisur. Ekki láta þessar premisur fokka þér upp.
Langar þig að verða meistari í að púlla premisur? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig! Það eru frjórar leiðir til að hugsa um premisur og ég mun kenna þér þær allar. Við munum drilla premisur þangað til þið verðið sérfræðingar!
Improv level: búin með eða skráð í Improv 201/H2
Fyrir skráningu, sendið kennitölu og netfang á improvisland@improvisland.is og takið fram hvort þið viljið skrá ykkur á báða eða bara annan daginn.
Bestu kveðjur,
