Improv Ísland

Subscribe
Archives
January 24, 2024

Vorprufur og nýtt námskeið

Vorprufur Improv Ísland 2024

Skráning í vorprufur fyrir æfingahóp Improv Ísland, laugardaginn 3. febrúar 2024.

Öll sem lokið hafa Spuna 201, H2 eða sambærilegu námskeiði erlendis og eru meðlimir í félagasamtökum Improv Ísland geta sótt um. Ekki er prufað fyrir sýningahóp í þessum vorprufum.

Æfingahópur samanstendur af spunaleikurum sem æfa einu sinni í viku með þjálfara úr sýningahóp, þau skipuleggja og sýna á Tilraunakvöldum Improv Ísland sem haldin eru einu sinni í mánuði.

Í prufunum eru gerðar tvær tveggja manna senur á mann og eitt stutt follow með öllum hópnum.

Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 31. janúar

Skráning: https://forms.gle/SbEtaYoW28xYwdmS7

Ef þið hafið spurningar megið þið senda þær á improvisland@improvisland.is

___________________

Nýtt námskeið - Spuni 101 - Grunnurinn

Sunnudagar 13-16 8 skipti Kennari: Sindri Kamban

Fyrsti tími: Sunnudagur 28. janúar Verð: 42.000 kr (athugið að stéttarfélög taka oft þátt í kostnaði)

Skráning með því að senda fullt nafn og kennitölu á improvisland@improvisland.is

Farið er yfir grunnreglur spunans á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt, karaktersköpun og uppbyggingu senu. Hugmyndafræðin er útskýrð en hún nýtist ekki aðeins á sviði leiklistar heldur í allri skapandi vinnu sem og í lífinu sjálfu. Spuninn ögrar okkur og kennir okkur að vera í núinu.

Kennt á Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík. Hjólastólaaðgengi, nóg af bílastæðum og strætó nr. 11 og 15 stoppa fyrir utan.

Don't miss what's next. Subscribe to Improv Ísland:
This email brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.